Digranes-og Hjallakirkja
Digranes-og Hjallakirkja

Starf kirkjuvarðar

Sóknarnefndir Digranes- og Hjallakirkju óska eftir að ráða í 2 störf kirkjuvarða sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Um hlutastarf er að ræða, u.þ.b. 60 prósent starfshlutfall. Vinnutími er að öllu jöfnu fjóra daga vikunnar og fjórða hvern sunnudag.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Dagleg umsjón og viðvera í kirkjunum, afleysing í samstarfskirkju þegar þess þarf með.

• Þrif og ræsting (c.a. 6-9 tímar á viku)

• Þjónusta við helgihald

• Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarprest og kirkjuhaldara

 

Menntunar- og hæfniskröfur

• Þjónustulund, sveigjanleiki og snyrtimennska

• Færni í mannlegum samskiptum

• Áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar

 

Óskað er eftir að umsækjandi sendi inn ferilskrá þar sem fram kemur menntun, starfsferill, starfsreynsla, meðmælendur og annað sem umsækjendur vilja að komi fram og nýtist í starfi.

Auglýsing stofnuð3. júlí 2024
Umsóknarfrestur25. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Álfaheiði 17, 200 Kópavogur
Digranesvegur 82, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar