Dropp
Dropp
Dropp

Þjónustufulltrúar

Dropp er með ánægðustu viðskiptavinina á Íslandi samkvæmt Íslensku Ánægjuvoginni 2023. Við setjum viðskiptavininn alltaf í fyrsta sæti og okkur er annt um að veita góða þjónustu.

Við leitum að öflugum einstaklingum til að ganga til liðs við stækkandi teymi hjá Dropp. Best er ef umsækjendur geta hafið störf sem fyrst.

Meðal þess sem við leitum að eru sjálfstæð vinnubrögð, áhugi á netverslun og tækni og löngun til að starfa í metnaðarfullu umhverfi. Ef þetta á við um þig þá hvetjum við þig til að sækja um.

Við erum ekki með fyrirframmótaðar kröfur um það sem við leitum að en eftirfarandi punktar gefa vísbendingu um það sem við teljum styrkleika í fari umsækjanda:​

  • Þú hefur áhuga á netverslun og tækni
  • Þú setur þig í spor viðskiptavina
  • Þú notar skýrt og hnitmiðað talað og ritað mál
  • Þú lærir hratt
  • Þú stingur upp á nýjum hugmyndum sem bæta þjónustu Dropp
  • Þú heldur flækjustigi í lágmarki og finnur tíma til að einfalda hluti
  • Þú ert hreinskilin/n í samskiptum
  • Þú viðurkennir mistök fljótt
  • Þú ert sjálfstæð/ur í vinnubrögðum og óhrædd/ur við að taka ákvarðanir
  • Þú forgangsraðar á milli þess sem þarf að gera strax og þess sem má lagfæra seinna

Vinnutími er alla virka daga frá kl. 9:00-17:00.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við einstaklinga í tölvupósti og síma
  • Þjónusta við netverslanir í tölvupósti og síma
  • Tækniaðstoð (fyrst og fremst aðstoð með Shopify og WooCommerce)
  • Samskipti við afhendingarstaði
Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vatnagarðar 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar