Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Flataskóli auglýsir starf umsjónarkennara

Í Flataskóla er laust til umsóknar starf umsjónarkennara skólaárið 2024-2025.

Flataskóli hefur undanfarin 65 ár annast kennslu grunnskólabarna í Garðabæ við góðan orðstír. Næsta vetur munu vera um 290 nemendur í 1.-7. bekk og starfa um 50 starfsmenn.

Í Flataskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, fámenna námshópa, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólanum. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir kennslu og hefur umsjón með nemendum
  • Skipuleggur nám og kennslu nemenda
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa aðstæður sem eru hvetjandi til náms og þroska
  • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum, m.a. innleiðingu á námsmenningu leiðsagnarnáms
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk skólans og forráðamenn
  • Þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla
  • Lipurð, þolinmæði og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð færni í upplýsingatækni
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar