Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Sérkennslustjóri í leikskólanum Andabæ

Um er að ræða 75% stöðu. Möguleiki er á að fylla upp í hærri prósentu.

Okkur vantar sérkennslustjóra í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 75% stöðu en möguleiki er að hækka prósentuhlutfall við sérkennslu. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans. Sérkennslustjóri er hluti af stjórnunarteymi Andabæjar sem er Grænfánaleikskóli og Heilsuleikskóli. Einnig vinnur skólinn með sjö venjur til árangurs, Leiðtoginn í mér. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi kletta og náttúru.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa, foreldra og þeirra sem koma að sérkennslu
  • Hefur umsjón með uppeldis-og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa
  • Tekur þátt í stjórnendateymi skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Reynsla af sérkennslu
  • Reynsla af starfi í leikskóla
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
Fríðindi í starfi

Afsláttur af leikskólagjöldum

Stytting vinnuvikunnar

Heilsustyrkur til starfsmanna

Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur1. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Arnarflöt 2, 311 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar