Árbæjarskóli
Árbæjarskóli

Stærðfræðikennari óskast

Við auglýsum eftir stærðfræðikennara á unglingastig sem býr yfir frumkvæði og vill vinna í teymi með jákvæðum og metnaðarfullum kennurum.

Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru rúmlega 730 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 100 og er starfsandi mjög góður. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar áhugasamt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu í samráði við skólastjórnendur og árgangateymi.
  • Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað fagfólk og foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af kennslu barna og unglinga er æskileg.
  • Hæfni í samskiptum.
  • Faglegur metnaður.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur9. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar