Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Stuðningsaðili í skólafrístund

Langar þig að vinna með börnum með langvarandi stuðningsþarfi næsta vetur og veita þeim þá aðstoð sem þau þurfa til?
Í boði er starf í 50% stöðu frá 1. ágúst til eins árs í senn með möguleika á framtíðarráðningu.

Um er að ræða stuðning við fötluð börn við athafnir daglegs lífs með því markmiði að styðja viðkomandi á sviði tómstunda- og frístundaiðkunar. Starfsmenn verða hluti af teymi sem vinnur saman að því að gera frístund að skemmtilegri og þroskandi upplifun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingsbundinn stuðning í samræmi við leiðbeiningar foreldra og stjórnendur.
  • Leiðbeina í leik og starfi.
  • Notkun sjónræns skipulags.
  • Samráð og samvinna við börn, foreldra og stjórnendur.
  • Verkefni bundin við frístund á Reyðarfirði:
  • Starfsmaður sinnir aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.
  • Starfsmaður sér um að sinna persónulegu og almennu hreinlæti, aðstoð við matartíma, tilfærslu á milli hjálpartækja og böðun.
  • Starfsmaður sinnir skynörvun með því til dæmis að tala við skjólstæðing, hlusta á tónlist og segja sögur.
  • Önnur verkefni felast í því að undirbúa mat og skipta á rúmum.
  • Samráð og samvinna við börn, foreldra og stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með fötluðum börnum og/eða börnum sem þurfa sértækan stuðning v. annarra ástæðna en fötlunar.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Færni í samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi

 

  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing stofnuð28. júní 2024
Umsóknarfrestur12. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar