Leikskólinn Blásalir
Leikskólinn Blásalir
Leikskólinn Blásalir

Sérkennslustjóri óskast til starfa

Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun. Leiðarljós leikskólans er ,,heilbrigð sál í hraustum líkama” sem vísar til þess að börnin þurfa að borða hollan mat, fá góða hreyfingu og reglulegan svefn til að geta notið þess að vera úti í náttúrunni í hvaða veðri sem er.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Gleði - Hreysti - Sköpun

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Starfið er laust frá 10. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
  • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, ráðgjafa og annarra sem koma að sérkennslu.
  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
  • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Starfa sem tengiliður farsældar í leikskólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Leikskólakennaramenntun, leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sérkennslu.
  • Reynsla úr leikskóla.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

 

  • 36 stunda vinnuvika
  • Íþróttastyrkur
  • Sundkort
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Brekknaás 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar