Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

Leikskólastjóri

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila sem leikskólastjóra á Krílakoti. Leitað er að faglegum og rekstrarlegum leiðtoga með mikinn metnað sem leggur áherslu á velferð og framfarir barna í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra, lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi.

Spennandi verkefni eru yfirstandandi sem og fram undan með því markmiði að efla enn frekar starfsumhverfi starfsmanna í leikskólanum

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs. Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi leikskólans.
  • Faglegur leiðtogi sem mótar leikskólastarf í samræmi við aðalnámskrá leikskóla, lög um leikskóla og menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
  • Gerð áætlana og stefnumótun fyrir leikskólann.
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
  • Tekur þátt í stefnumótavinnu um fræðslumál í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem kennari, skv. núgildandi lögum, og kennslureynsla er skilyrði.
  • Þekking og/eða reynsla af stjórnun er skilyrði.
  • Þekking og/eða reynsla af rekstri og áætlanagerð er kostur.
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar-og/ eða menntunarfræða kostur.
  • Kennslureynsla á leikskólastigi kostur.
  • Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.
  • Leiðtoga – og stjórnunarhæfni og fagleg forysta.
  • Góð tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hreint sakavottorð samkv. lögum og reglum.
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar