Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

ÍÞRÓTTAFULLTRÚI

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í nýtt starf íþróttafulltrúa. Íþróttafulltrúi er einn af stjórnendum fræðslu – og menningarsviðs með mannaforráð.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs.

Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur og fagleg ábyrgð á starfsemi íþróttamiðstöðvar.
  • Stefnumótun, áætlanagerð og eftirfylgni.
  • Stjórnun starfsmanna og ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi.
  • Stuðlar að öflugu íþróttastarfi barna og ungmenna í Dalvíkurbyggð.
  • Starfar með íþrótta- og æskulýðsráði.
  • Hefur umsjón með verkefninu Heilsueflandi Dalvíkurbyggð.
  • Samstarf og samvinna við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð.
  • Þátttaka og vinna í verkefninu um Farsæld barna.
  • Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila- og samstarfsfólk.
  • Þátttaka í menningarverkefnum, forvarnarstarfi og vinnu gegn fordómum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íþrótta – og lýðheilsumenntun, BA í Tómstunda- og félagamálafræðum eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlunargerð er kostur.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur, sér í lagi sveitarfélaga.
  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð tölvu – og tungumálakunnátta, íslenska.
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing stofnuð24. júní 2024
Umsóknarfrestur5. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar