Rafíþróttadeild Keflavíkur
Rafíþróttadeild Keflavíkur
Rafíþróttadeild Keflavíkur

Yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Keflavíkur

Rafíþróttardeild Keflavíkur leitar að aðalþjálfara fyrir deildina.

Við leitum af öflugum einstakling sem hefur áhuga á að starfa með börnum og unglingum og sjá um þjálfun iðkenda innan Rafíþróttadeildar Keflavíkur.

Mikilvægt er að yfirþjálfari sé góð/ur í samskiptum við börn og unglinga. Reynsla af þjálfun og tölvuleikjaiðkun mikill kostur. Einnig leitum við að aðila sem hefur reynslu af því að starfa með börnum og unglingum.

Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi íþrótta- og æskulýðsstarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður í íþróttastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Við leggjum mikla áherslu á fræðslu, forvarnir og heilsu í okkar iðkun og því kostur að hafa reynslu af slíku. Tilvonandi þjálfarar munu svo sitja viðeigandi þjálfaranámskeið hjá Rafíþróttasambandi Íslands. Rafíþróttir eru tölvuleikir á forsendum íþrótta og iðkendur læra markvissar æfingar, að vera hluti af liði, að hugsa vel um líkamann og andlega heilsu. Áætlað er að æfingar verði 90 mín að lengd og að 30 mín af þeim tíma fari í líkamlega þjálfun til þess að stuðla að almennu hreysti og bættum lífsgæðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir hefðbundnum opnunum í aðstöðu Rafíþróttadeildar við Hringbraut 108 og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi og frágangi.
  • Hefur yfirumsjón með skipulagningu á æfingarprógrami og framkvæmd rafíþróttaæfinga samkvæmt æfingatöflu deildarinnar.
  • Sinnir samskiptum við foreldra iðkenda t.d. með því að svara fyrirspurnum, senda út upplýsingapósta um starfið og/eða halda foreldraviðtöl.
  • Sér um kynningu og auglýsingar á starfi deildarinnar t.d. með því að sýna frá starfinu á samfélagsmiðlum, halda kynningar í grunnskólum og skipuleggja opna daga í aðstöðunni við Hringbraut 108.
  • Er tengiliður við íþróttastjóra Keflavíkur varðandi ýmis málefni s.s. skráningar á æfingar og uppfærslur æfinga á Sportabler.
  • Tekur þátt í stefnumótun deildarinnar ásamt stjórn Rafíþróttadeildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.
  • Áhugi, þekking og reynsla á starfi rafíþrótta og æskulýðsstarfs er æskilegur.
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur - t.d. tómstunda- og félagsmálafræði eða þjálfararéttindi.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
  • Fær um að leiðbeina börnum og ungmennum og stýra hópefli.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, góð samstarfshæfni og geta til að miðlað upplýsingum.
Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hringbraut 108, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar