Akureyri
Akureyri
Akureyri

Leikskólinn Klappir á Akureyri óskar eftir deildarstjóra

Leikskólinn Klappir á Akureyri óskar eftir að ráða deildarstjóra í 100% starfshlutfall með vinnutímann frá kl. 8 til 16. Um er að ræða ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 5. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.

Í Klöppum er lögð áhersla á nám í gegnum leik og sérstök áhersla er á læsi og stærðfræði í daglegu starfi. Leitast er við að virkja sjálfsprottinn áhuga nemenda í gegnum fjölbreyttan efnivið. Nemendur eru hvattir til sjálfshjálpar og sjálfstæðis með það að markmiði að efla sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust.

Sérstakar áherslur skólans eru: Heilsueflandi skóli, SMT, Barnasáttmálinn og umhverfismennt.

Sýn okkar er: faglegur skóli, starfsánægja og fagleg forysta með gleði, traust og virðingu að leiðarljósi.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://klappir.karellen.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli skólastjóra og deildarinnar.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi skólans og þróunarverkefnum undir stjórn skólastjóra.
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá, SMT, starfsáætlun deildar og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við skólastjóra.
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum skólans.
  • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi (B.Ed) í leikskólakennarafræðum eða annarri háskólamenntun (BA,BS) sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum skilyrði.
  • Reynsla af stjórnun deildar í leikskóla er kostur.
  • Grunnmenntun í PMTO er kostur.
  • Reynsla af því að nota SMT í skólastarfi er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum, sveigjanlegum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að leita leiða og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólastarfsins með skólaþróun að leiðarljósi.
  • Mikillvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sé skipulagður, sýni frumkvæði og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Höfðahlíð 16
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar