Samkaup
Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Samkaup hf reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna eru leiðarljós í öllu starfi.
Samkaup er rekstrarfélag á neytendavörumarkaði með virkt hlutverk í samfélaginu. Hlutverk Samkaupa er að tryggja neytendum vörugæði, góða þjónustu og fjölbreytt vöruval á eins hagstæðu verði og völ er á og með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samkaup skal vera þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu ásamt því að vera í fararbroddi í nýsköpun sem skapar tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélag og starfsfólk.
Grafískur hönnuður - Samkaup
Samkaup leitar eftir grafískum hönnuði í fjölbreytt starf í markaðsdeild félagsins.
Deildin ber ábyrgð á markaðssetningu allra vörumerkja félagsins. Viðkomandi mun vinna þvert á öll vörumerki, vera hluti af skemmtilegu teymi sérfræðina þar sem allir leggja sitt af mörkum og taka þátt í þróun og framsetningu vörumerkja Samkaupa.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Hönnun og framleiðsla markaðsefnis fyrir öll vörumerki Samkaupa
-
Sköpun hreyfimynda og hreyfanlegs efnis fyrir samfélagsmiðla og auglýsingar
-
Hönnun og framleiðsla á efni í verslanir, vefborða og annars auglýsingaefnis
-
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun eða reynsla á sviði grafískrar hönnunar
-
Þekking og færni í hönnunarforritum á borð við Adobe Creative suite
-
Góð færni í hreyfðri efnishönnun
-
Umbótamiðuð hugsun og sköpunarhæfni
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að vinna undir álagi í hröðu umhverfi
Fríðindi í starfi
-
Heilsustyrkur til starfsmanna
-
Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
-
Velferðarþjónusta Samkaupa
-
Tækifæri til menntunar og starfsþróunar
Auglýsing birt9. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)
Sérfræðingur á Markaðs- og samskiptasvið
Íslandsbanki
Vefstjóri
Icelandia
Markaðsfulltrúi
Söluskrifstofa Keahótela
Markaðs/samskiptafulltrúi
Úrval Útsýn
Upplýsingafulltrúi
Rauði krossinn á Íslandi
Lead vefhönnuður UX/UI
Overcast ehf.
Markaðs- og sölustjóri/CMO
Alfreð
Sérfræðingur í markaðsmálum
PLAY
We’re Looking for a Creative Marketing Mind
Midgard Base Camp
UX/UI hönnuður hjá Nova
Nova
Head of Marketing
Smitten