Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Vefstjóri
Viltu taka þátt í að móta stafræna framtíð leiðandi ferðaþjónustufyrirtækis á Íslandi?
Icelandia leitar að reynslumiklum og skapandi vefstjóra til að stýra vefmálum okkar og taka þátt í að þróa stafrænar lausnir sem efla ímynd fyrirtækisins bæði innanlands og á alþjóðavísu. Ef þú hefur gott auga fyrir UX/UI, tæknilega þekkingu og góðan skilning á vefmálum og vefmælingatólum, þá gæti þetta verið tækifærið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón með öllum vefsíðum fyrirtækisins, þróun og viðhaldi þeirra.
-
Innleiðing stafrænna lausna í samstarfi við markaðsteymi og önnur svið.
-
Greiningar á þörfum viðskiptavina til að hámarka notendaupplifun og árangur.
-
Umsjón með mælikvörðum vefmála og rekjanleika herferða.
-
Samskipti við samstarfsaðila og stofur.
-
Hugmyndavinna, efnisinnsetning og uppsetning herferða
-
Fjölbreytt verkefni markaðsdeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Reynsla af vefstjórn eða stafrænni vöruþróun.
-
Þekking á UX/UI og vefmælingatólum.
-
Góð færni í framsetningu á efni fyrir vef og skipulagningu vefumhverfis.
-
Brennandi áhugi á vefmálum og á notendavænni þjónustu.
-
Góð skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun.
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti.
-
Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að ná árangri.
Fríðindi í starfi
-
Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
-
Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
-
Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Google AnalyticsMannleg samskiptiMetnaðurNotendaupplifun (UX)Sjálfstæð vinnubrögðSkipulagVefforritun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (2)