Icelandia
Icelandia
Icelandia

Vaktstjóri hópferða

Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.

Við leitum að drífandi og útsjónarsömum aðila í starf vaktstjóra hópferða. Hafir þú áhuga á að starfa með öflugum hópi starfsfólks í lifandi umhverfi þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn.

Meðal helstu verkefna eru stýring á vöktum, þ.m.t. úthlutun verkefna og auðlinda. Næsti yfirmaður er deildarstjóri stjórnstöðvar BSÍ. Vaktstjóri er í miklum samskiptum við bílstjóra, aðra vaktstjóra og lykilaðila. Vinnutími er frá kl. 18:00 til 06:00 í 7-7 vaktafyrirkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag verkefna og umsjón með að áætlanir standist.
  • Umsjón með mönnun vakta.
  • Vöktun á staðsetningu bifreiða í flotastýringakerfi.
  • Samskipti við bílstjóra, leiðsögumenn og viðskiptavini.
  • Skýrslugerð og skráning í flotastýringarkerfi.
  • Móttaka og þjálfun nýliða.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla sem nýtist í starfi. Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Gild D-95 réttindi æskileg.
  • Þekkingu á atvinnubílum og umferðaröryggi er æskileg.
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti, íslenskukunnátta æskileg.
  • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að vinna undir álagi.
  • Skipulagshæfni, góð yfirsýn og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð almenn tölvukunnátta og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi.
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
  • Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
  • Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
  • Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.D-95 ökuréttindiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VaktaskipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar