Icelandia
Icelandia
Icelandia

Mannauðssérfræðingur

Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.

Við leitum að hugmyndaríkum mannauðssérfræðingi með mikinn drifkraft til að koma í frábæra teymið okkar. Verkefnin eru fjölbreytt, starfsumhverfið líflegt og enginn dagur er eins. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs- og gæða. Framundan eru fjölmörg krefjandi og skemmtileg verkefni og því er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við stjórnendur og starfsfólk.
  • Þátttaka í ráðningum og móttöku á nýju starfsfólki.
  • Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks vegna mannauðsmála.
  • Skráning, eftirfylgni og skjölun starfsmannatengdra gagna.
  • Úrvinnsla og yfirferð á niðurstöðum frá vinnustaðagreiningum.
  • Umsjón og þátttaka í skipulagningu á viðburðum.
  • Þátttaka í þróunarvinnu og umbótarverkefnum á sviði mannauðsmála.
  • Samskipti við opinberar stofnanir og þjónustuaðila.
  • Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun eða starfsreynsla sem nýtist er skilyrði.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og rík þjónustulund.
  • Fagmennska, frumkvæði, nákvæmni og metnaður í vinnubrögðum.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta.
  • Geta til að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
  • Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
  • Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
  • Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar