Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Mannauðssérfræðingur
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Við leitum að hugmyndaríkum mannauðssérfræðingi með mikinn drifkraft til að koma í frábæra teymið okkar. Verkefnin eru fjölbreytt, starfsumhverfið líflegt og enginn dagur er eins. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs- og gæða. Framundan eru fjölmörg krefjandi og skemmtileg verkefni og því er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við stjórnendur og starfsfólk.
- Þátttaka í ráðningum og móttöku á nýju starfsfólki.
- Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks vegna mannauðsmála.
- Skráning, eftirfylgni og skjölun starfsmannatengdra gagna.
- Úrvinnsla og yfirferð á niðurstöðum frá vinnustaðagreiningum.
- Umsjón og þátttaka í skipulagningu á viðburðum.
- Þátttaka í þróunarvinnu og umbótarverkefnum á sviði mannauðsmála.
- Samskipti við opinberar stofnanir og þjónustuaðila.
- Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í mannauðsstjórnun eða starfsreynsla sem nýtist er skilyrði.
- Framúrskarandi samskiptafærni og rík þjónustulund.
- Fagmennska, frumkvæði, nákvæmni og metnaður í vinnubrögðum.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Mjög góð almenn tölvukunnátta.
- Geta til að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
-
Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
-
Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
-
Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHugmyndaauðgiMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurStarfsmannahaldVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (2)