UX/UI hönnuður hjá Nova
Ert þú skapandi, með ástríðu fyrir upplifun notenda og átt auðvelt með að umbreyta hugmyndum í áhrifaríka hönnun?
Við leitum að UX/UI hönnuði inn í viðskiptaþróunarteymi Nova sem langar að leggja sitt að mörkum í að móta framtíð félagsins.
Nova er í kjarna sínum upplifunarfyrirtæki. Allt sem við gerum miðast því að byggja upp einstakar upplifanir fyrir viðskiptavini okkar. Við leitum að liðsfélaga sem hefur ástríðu fyrir því að skilja og leysa vandamál notanda og langar að vinna með dýnamísku teymi og framúrskarandi vörustjórum og forriturum.
Hverju máttu búast við í starfinu?
- Hönnun á notendaviðmótum með góðri notendaupplifun bæði fyrir vef og app.
- Kortlagning og útfærsla á notendaferðalögum (user journeys) í takt við þarfir og væntingar viðskiptavina.
- Samvinna við vöruþróunarteymi, forritara og markaðsteymi til að tryggja samþættingu milli hönnunar og virkni.
- Notendaprófanir og greining á niðurstöðum til að fínpússa hönnunina.
- Fylgja nýjustu straumum og þróun í UX/UI hönnun og beita þeim í starfi.
- Byggja upp gott hönnunarkerfi og vinnulag með vörustjórum og forriturum.
Hæfni sem við leitum eftir:
- Reynsla af UX og UI hönnun (verkefni eða hagnýting sem hægt er að sýna).
- Þekking á hönnunartólinu Figma.
- Reynsla af apphönnun.
- Reynsla af því að vinna með hugbúnaðarteymi.
- Reynsla af því að hugsa út fyrir kassann og koma með/útfæra nýjar og spennandi hugmyndir.
- Gott auga fyrir smáatriðum og skilningur á því hvernig góð notendaupplifun getur haft áhrif.
- Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni.
- Aðlögunarhæfni, lausnamiðað hugarfar og vilji til að takast á við áskoranir.
Hjá Nova starfa um 160 dansarar sem kappkosta alla daga við það að veita framúrskarandi þjónustu. Við státum ekki einungis af ánægðustu viðskiptavinunum á farsímamarkaði fimmtán ár í röð heldur einnig ánægðustu dönsurunum þar sem við höfum hlotið nafnbótina Fyrirtæki ársins fjórum sinnum og verið fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR í 15 ár. Mikið er lagt upp úr sveigjanleika, liðsheild og góðum starfsanda. Svo elskum við að skora á okkur sjálf - og hvert á annað!
Afhverju að vinna hjá Nova? Allt um það hér!