Alfreð
Alfreð
Alfreð

Markaðs- og sölustjóri/CMO

Við leitum að öflugum og reynslumiklum aðila til að leiða markaðs- og sölustarf Alfreðs. Ef þú brennur fyrir markaðs- og sölumálum og hefur gaman af hröðu umhverfi og áskorunum þá er þetta starfið fyrir þig.

Markaðs- og sölustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra og starfar náið með öðrum stjórnendum fyrirtækisins, starfsfólki og sérleyfishöfum erlendis. Í starfinu felst að byggja upp vörumerki félagsins, viðhalda sterkum viðskiptasamböndum og nýta tækifæri til frekari vaxtar hérlendis sem erlendis.

Markaðs- og sölustjóri Alfreðs hefur einstakt tækifæri til að setja mark sitt á framtíðina og verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki sem er í miklum vexti.

Alfreð hefur stækkað ört undanfarin misseri og er í stöðugri þróun. Auk þess að reka ráðningarkerfi undir merkjum Alfreðs, hérlendis sem erlendis, rekum við einnig Giggó, vettvang fyrir gigg-hagkerfið. Við leggjum áherslu á metnaðarfullt og faglegt markaðsstarf og þróun í takt við þarfir viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppbygging vörumerkja fyrirtækisins  

  • Ábyrgð á tekju- og markaðsáætlunum

  • Greining markaða og viðskiptatækifæra 

  • Uppbygging langtíma viðskiptasambanda

  • Daglegur rekstur og stjórnun markaðs- og söludeildar

  • Þátttaka í viðskipta- og vöruþróun 

  • Samskipti við viðskiptavini, sérleyfishafa og samstarfsaðila

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Árangursrík reynsla af markaðs- og sölumálum

  • Reynsla af markaðssetningu hugbúnaðarlausna kostur

  • Reynsla af markaðssetningu og sölu á alþjóðlegum mörkuðum kostur

  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi 

  • Vilji og geta til að vinna í hröðu og síbreytilegu umhverfi

  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni 

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akralind 8, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar