
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra einingu garðyrkju og borgarskóga á skrifstofu borgarlandsins. Undir starfssvið garðyrkjustjóra fellur fagleg forysta starfseininga garðyrkju og borgarskóga og verkefnin meðal annars að hafa yfirumsjón með stefnumótun, fegrun, umhirðu og aðgengi á grænum svæðum borgarinnar.
Við leitum að einstaklingi með ríka forystu- og samskiptahæfileika, ástríðu fyrir umbótum, nýsköpun og frumkvæði til að þróa nýjar lausnir í þjónustunni. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir stefnumótun í garðyrkju og skógrækt í borgarlandinu.
- Fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna sem heyra undir eininguna.
- Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu einingarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
- Stuðlar að öruggu vinnuumhverfi og byggir upp öfluga liðsheild og góðan starfsanda.
- Leiðandi hlutverk og þátttaka í starfshópum innan og utan Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi t.d. á sviði náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði, landslagsarkitektúr o.s.frv., eða meistararéttindi í garðyrkju ásamt framhaldsmenntun.
- Framhaldsmenntun í stjórnunarfræðum er kostur.
- Sterk hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustuhugsun og leiðtogahæfileikar.
- Haldbær reynsla af garðyrkjustörfum og stjórnun nauðsynleg.
- Greiningar- og skipulagshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
- Íslenskukunnátta C1 skv. samevrópska tungumálarammanum og B2-C1 í ensku.
- Góð tölvu- og tæknikunnátta.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur.
Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniMannleg samskiptiSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (11)
5 klst

Umhverfis- og skipulagssvið leitar að hverfaþjónustustjóra
Umhverfis- og skipulagssvið
3 d

Rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar
Ungmennafélagið Stjarnan
3 d

Fagstjóri meistaranáms: Sjávarbyggðafræði
Háskólasetur Vestfjarða
5 d

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg
6 d

Forstöðumaður Vesturlandi og Vestfjörðum
Vinnumálastofnun
7 d

Garðyrkja
Garðaþjónusta Íslands ehf.
7 d

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Umhverfis- og skipulagssvið
10 d

Fagstjóri trésmiða hjá ÍAV
ÍAV
13 d

Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfis- og orkustofnun
18 d

Sérfræðingur í vatnamálum
Umhverfis- og orkustofnun
20 d

Heilbrigðiseftirlit - umhverfis- og mengunareftirlit
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.