Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra einingu garðyrkju og borgarskóga á skrifstofu borgarlandsins. Undir starfssvið garðyrkjustjóra fellur fagleg forysta starfseininga garðyrkju og borgarskóga og verkefnin meðal annars að hafa yfirumsjón með stefnumótun, fegrun, umhirðu og aðgengi á grænum svæðum borgarinnar.

Við leitum að einstaklingi með ríka forystu- og samskiptahæfileika, ástríðu fyrir umbótum, nýsköpun og frumkvæði til að þróa nýjar lausnir í þjónustunni. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðir stefnumótun í garðyrkju og skógrækt í borgarlandinu.
  • Fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna sem heyra undir eininguna.
  • Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu einingarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
  • Stuðlar að öruggu vinnuumhverfi og byggir upp öfluga liðsheild og góðan starfsanda.
  • Leiðandi hlutverk og þátttaka í starfshópum innan og utan Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi t.d. á sviði náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði, landslagsarkitektúr o.s.frv., eða meistararéttindi í garðyrkju ásamt framhaldsmenntun.
  • Framhaldsmenntun í stjórnunarfræðum er kostur.
  • Sterk hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustuhugsun og leiðtogahæfileikar.
  • Haldbær reynsla af garðyrkjustörfum og stjórnun nauðsynleg.
  • Greiningar- og skipulagshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
  • Íslenskukunnátta C1 skv. samevrópska tungumálarammanum og B2-C1 í ensku.
  • Góð tölvu- og tæknikunnátta.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur.
Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.