Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Heilbrigðiseftirlit - umhverfis- og mengunareftirlit

Heilbrigðiseftirlitið (HEF) auglýsir eftir starfsmanni til að sinna eftirlitsstörfum á starfsvæði Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Leitað er eftir starfsmanni býr yfir menntun á sviði umhverfisfræða, verkfræði, efnafræði, líffræði eða annarra raunvísindamenntunar sem nýtist í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum sem eru starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslusgerð.

Móttaka ábendinga og  kvartana.

Fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnanna og almennings.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur sem hafa réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúar  skv. reglugerð 571/2002 eru sérkstaklega velkomnir, en aðrir umsækjendur hafa tækifæri  til að sækja sér slík réttindi að loknu 6 mánaða starfstíma hjá eftirlitinu.Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og eiga auðvelt með samskipti við fólk.

Þá er góð tölvukunnátta nauðsynleg og skilyrði að umsækjandi hafi bílpróf.

Fríðindi í starfi

Heilbrigðiseftirlitið  er staðsett að Hlíðasmára 14 í Kópavogi og eru góðar samgöngur að vinnustaðnum. Mikið kapp er lagt á að vinnustaðurinn sé  fjölskylduvænn og góð samskipti séu á milli rekstraraðila og starfsmanna eftirlitsins og að fræðslu og upplýsingamiðlun sé í forgangi.

Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar