Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Sérfræðingur í vatnamálum

Hjá Umhverfis- og orkustofnun eru laus til umsóknar tvö störf sérfræðinga í teymi hafs og vatns. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu.

Megin verkefni sérfræðinga felast í innleiðingu á verkefnum er tengjast verndun vatns og innleiðingu á vatnaáætlun Íslands, þar með talið aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni tengd verndun vatns t.d. mat á ástandi vatns, álagi vegna mengunar/nýtingar, úrvinnslu gagna um vatnsgæði, stefnumótun til framtíðar, leiðsögn til hagaðila um verndun vatns og úrbætur til að tryggja vernd auðlindarinnar. Í starfinu felst jafnframt að vinna með fjölbreyttum hópi fag- og hagsmunaaðila að málefnum er varðar vatnsvernd sem falla innan starfssviðs Umhverfis- og orkustofnunar. Einnig eru töluverð samskipti við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd laga og reglugerða á sviði vatnamála
  • Framkvæmd vatnaáætlunar fyrir Ísland
  • Málefni er varða vatnsgæði, og vatnsvernd og mat á álagi á vatn
  • Gerð leiðbeininga, umsagna, gagnaskil, og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila og teymi innan Umhverfis- og orkustofnunar
  • Erlent og innlent samstarf sem tengist stjórn vatnamála
  • Önnur verkefni innan teymis hafs- og vatns eftir því sem þörf krefur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á meistarastigi í raunvísindum sem nýtist í starfi, s.s. líffræði, verkfræði, jarðfræði eða umhverfis- og auðlindafræði
  • Reynsla eða sérstök þekking á sviði vatnsverndar er kostur
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur
  • Stafræn hæfni
Auglýsing birt10. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar