
Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg óskar eftir að ráða til starfa metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í stöðu aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Hellinum. Í boði er 70-100% starf í dagvinnu frá byrjun ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Frístundamiðstöðin Miðberg heldur utan um starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Breiðholti. Frístundamiðstöðin stendur fyrir fjölbreyttu starfi fyrir börn og ungmenni frá aldrinum 6 – 16 ára. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Sex frístundaheimili og fjórar félagsmiðstöðavar starfa undir frístundamiðstöðinni.
Félagsmiðstöðin Hellirinn er starfrækt fyrir fötluð börn og unglinga 10 – 16 ára sem búsett eru í Breiðholti. Hellirinn er opin alla virka daga frá því að skóla lýkur til kl. 17.00. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska fatlaðra barna og unglinga með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra í starfi ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Starfið er einstaklingsmiðað og taka börnin og unglingarnir þátt í að móta dagskránna.
- Sér um skipulagningu, undirbúning og framkvæmd starfsins í samráði við forstöðumann, samstarfsfólk og þátttakendur í starfinu.
- Gerir einstaklingsáætlanir fyrir þátttakendur í samráði við forstöðumann, þátttakendur, foreldra og forráðamenn.
- Framfylgir stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs og frístundamiðstöðvarinnar í frístundaþjónustu.
- Vinnur að ýmsum sameiginlegum verkefnum félagsmiðstöðva í Reykjavík.
- Hefur umsjón með daglegum störfum starfsmanna og stýrir verkskiptingu á milli þeirra í samráði við forstöðumann.
- Er leiðbeinandi og veitir starfsmönnum leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd starfsins.
- Ráðning og móttaka nýrra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
- Stuðlar að jákvæðum og lýðræðislegum starfsháttum meðal starfsmanna, barna og unglinga í félagsmiðstöðinni.
- Aðstoðar við að stýra starfsmannafundum.
- Er staðgengill forstöðumanns.
Menntun og/eða réttindi sem krafist er:
- Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar,s.s. tómstunda- og félagsmálafræði, þroskaþjálfunar eða sambærileg menntun.
- Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
Reynsla sem krafist er:
- Reynsla af starfi með fötluðum börnum og unglingum.
- Reynsla af félags- og tómstundastarfi.
Hæfni sem krafist er:
- Skipulagshæfileikar og hæfni í samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð.
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
- Almenn tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Sundkort.
- Stytting vinnuviku.
- Samgöngusamningur.






