Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Forstöðumaður Vesturlandi og Vestfjörðum

Forstöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vesturlandi og Vestfjörðum

Laus er til umsóknar staða forstöðumanns hjá þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar í umdæmi Vestfjarða og Vesturlands, staðsetning forstöðumanns er á Ísafirði eða á Akranesi.

Forstöðumaður ber ábyrgð á og annast daglegan rekstur, stjórn og framkvæmd verkefna þjónustuskrifstofunnar.

Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar eru ráðgjöf og þjónusta við atvinnuleitendur, flóttamenn, atvinnurekendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Forstöðumaður ber ábyrgð á að almennum ákvæðum upplýsinga og stjórnsýslulaga sé ávallt gætt í starfseminni.

Forstöðumaður heyrir undir sviðsstjóra þjónustusviðs Vinnumálastofnunar.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á rekstri þjónustuskrifstofunnar. 

  • Ber ábyrgð á stjórnun og starfsmannahaldi þjónustuskrifstofunnar. 

  • Tekur þátt í öllum daglegum verkefnum þjónustuskrifstofunnar eftir þörfum. 

  • Fylgist með árangri þjónustunnar og stuðlar að framþróun hennar. 

  • Byggir upp og viðheldur samskipti við hagaðila s.s. félagsþjónustur, atvinnulíf á svæðinu og fræðsluaðila. 

  • Önnur tilfallandi verkefni. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 

  • Stjórnendamenntun og stjórnendareynsla er kostur. 

  • Stjórnunarhæfni. 

  • Skipulagshæfni  og lausnamiðuð hugsun. 

  • Þekking á félagsþjónustu sveitarfélaga er kostur. 

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 

  • Frumkvæði og metnaður í starfi. 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.  

  • Stafræn færni til að nýta við framkvæmd og framþróun þjónustuskrifstofunnar er æskileg. 

Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
Árnagata 2-4, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar