
Ungmennafélagið Stjarnan
UMF Stjarnan er vaxandi íþróttafélag með fjölbreytta starfsemi. Rekstur þess er umfangsmikill en innan félagsins starfa nú 7 deildir og að auki sér félagið um rekstur knattspyrnuvallar, skrifstofu og félagsheimilis.
Rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar
Við leitum að rekstrarstjóra handknattleiksdeildar Stjörnunnar
Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með öllu starfi handknattleiksdeildar í samráði við stjórn handknattleiksdeildar, framkvæmdastjóra Stjörnunnar og aðra starfsmenn skrifstofu. Í yngri flokkum deildarinnar eru um 500 iðkendur og 40 metnaðarfullir þjálfarar. Félagið stendur fyrir metnaðarfullu afreksstarfi með meistaraflokka í efstu deild bæði kvenna og karla ásamt því að halda úti U-liði.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að vinna með Stjörnunni og aðstoða við uppbyggingu í yngri flokkum deildarinnar og stefna hærra með afreksstarf félagsins. Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur.
- Stefnumótun deildarinnar í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
- Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur og forráðamenn.
- Annast mannauðsmál deildarinnar, þjálfararáðningar og menntun þjálfara.
- Fjárhagsáætlanagerð og eftirfylgni í samstarfi við fjármálastjóra.
- Skipulagning og gerð æfingatöflu í samráði við annað starfsfólk.
- Skipulagning móta, heimaleikja og annarra viðburða í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
- Leiða tekjuöflun afreksstarfs í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla af stjórnun og/eða rekstri.
- Menntun eða viðamikil reynsla á sviði íþrótta.
- Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
- Framtíðarsýn og ósérhlífni.
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu.
- Sveigjanlegur vinnutími.
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ásgarður, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölustjóri Billboard
Billboard og Buzz

Aðstoðar vaktstjóri kvöldvaktar
Innnes ehf.

Rekstrarstjóri
Fjallsárlón ehf.

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Deildarstjóri launaþjónustu
Rarik ohf.

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg

Rekstrarstjóri COO
Advise Business Monitor

Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Ísafirði
Húsasmiðjan

Veitingastjóri- Hamborgarafabrikkan
Hamborgarafabrikkan

Forstöðumaður Vesturlandi og Vestfjörðum
Vinnumálastofnun

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Umhverfis- og skipulagssvið

Fagstjóri trésmiða hjá ÍAV
ÍAV