

Rekstrarstjóri COO
Advise er hugbúnaðarfyrirtæki í vexti og með háleit markmið. Við leitum að einstaklingi í stöðu rekstrarstjóra með reynslu og drifkraft til að leiða áframhaldandi sókn félagsins.
Ef þú ert viðskiptasinnaður einstaklingur með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri, hefur reynslu af fjármálastjórnun/viðskiptaráðgjöf/bókhaldskerfum/rekstri og vilt vinna í frábæru teymi þá hvetjum við þig til að sækja um þetta spennandi starf.
Sem rekstrarstjóri munt þú bera ábyrgð á sölu og þjónustu við viðskiptavini sem stuðlar að árangri fyrirtækisins. Þú munnt hafa umsjón með viðskiptum og þjónustu við samstarfsaðila / endursöluaðila Advise. Þú verður hluti af sterku teymi með metnað fyrir framúrskarandi tækni og þjónustu og hefur tækifæri á að hafa áhrif á stefnu og árangur fyrirtækis í vexti.
Rekstrarstjóri mun vinna náið með viðskiptavinum til að skilja og greina þarfir þeirra og nýta þekkingu sína á bókhaldi, fjármálum og rekstri til að setja upp rekstrargreiningar í Advise lausninni í samstarfi við viðskiptastjóra. Starfsmaður mun einnig taka þátt í áframhaldandi þróun Advise lausnarinnar, sinna þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini og samstarfsaðila Advise.
Starfið krefst djúprar þekkingar og reynslu á sviðið fjármála fyrirtækja. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góðan skilning á fjárhags- og sölugögnum og greiningum þeirra.
Reynsla af vinnu með fjárhagskerfi og mismunandi bókhaldskerfi er kostur.
Krafa er gerð um háskólamenntun í viðskiptafræði, masters gráða / framhaldsmenntun á sviði viðskipta er kostur.













