

Fagstjóri meistaranáms: Sjávarbyggðafræði
Háskólasetur Vestfjarða (HV) leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði sjávarbyggðafræði. Hjá HV eru kenndar tvær hliðstæðar alþjóðlegar, þverfaglegar námsleiðir á meistarastigi, Sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development) annars vegar og Haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) hins vegar. Innritaðir nemendur eru upp undir 80 samtals. Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp.
Fagstjóri skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðilanámsins og forleiðbeinir nemendum í meistaraprófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Starfið krefst sérlega mikillar samstarfshæfni enda eiga námsleiðirnar tvær að ganga í takt. Fagstjórinn þarf að fylgjast vel með lokaritgerðarvinnu nemenda í náinni samvinnu við leiðbeinendur og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í mannvistarlandfræði, félagsvísindum og/eða hagfræði. Æskilegt er að fagstjóri hafi reynslu af að leiðbeina nemendum á meistarastigi. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér einhverja kennslu. Að þessum verkefnum uppfylltum er mjög velkomið að fagstjóri sinni rannsókum.
•Þverfræðileg menntun og/eða rannsóknarreynsla á viðeigandi sviði
•Reynsla af að skipuleggja kennslu á háskólastigi
•Meistarapróf eða doktorspróf
•Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
•Skipulagshæfni
•Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
•Reynsla af rannsóknarvinnu og leiðbeiningu lokaritgerða æskileg
•Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í íslensku æskileg











