Blue Lagoon Skincare
Blue Lagoon Skincare
Blue Lagoon Skincare

Gagnasérfræðingur

Blue Lagoon Skincare leitar að metnaðarfullum gagnasérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á greiningu og miðlun viðskiptavinagagna. Gagnasérfræðingur ber ábyrgð á að gögnum sé miðlað á skilvirkan hátt til hagaðila.

Starfið felur í sér samvinnu við starfsfólk úr öllum deildum fyrirtækisins.

Blue Lagoon Skincare starfar á alþjóðlegum snyrtivörumarkaði og annast þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á húðvörum undir vörumerkinu Blue Lagoon Skincare. Húðvörurnar komu fyrst á markað árið 1995, hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og eru B Corp vottaðar. Starfsemi fyrirtækisins felur í sér rekstur fjögurra sérverslana auk heildsölu á Íslandi, og rekstur dótturfélaga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á betri nýtingu viðskiptavinagagna.
  • Innleiðing vinnulags og tækni með það að markmiði að hafa góða yfirsýn yfir helstu lykiltölur.
  • Uppsetning og umsjón með Power BI mælaborðum.
  • Virk þátttaka í lykil- og umbótaverkefnum.
  • Miðlun á niðurstöðum og greiningu gagna til stjórnenda og hagaðila.
  • Viðskipta- og sölugreiningar ásamt rýni á helstu söluleiðum.
  • Samþætting gagna og þátttaka í áætlanagerð.
  • Þátttaka í þróun verðstýringar og eftirfylgni.
  • Viðhald og eftirfylgni á leiðum til bestunar í mismunandi kerfum.
  • Þátttaka í verkefnum sem snúa að vöru- og viðskiptaþróun.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Brennandi áhugi á umbótastarfi.
  • Reynsla af greiningu og framsetningu tölulegra gagna.
  • Þekking á fjárhagskerfinu Business Central er kostur.
  • Nákvæm vinnubrögð og lausnamiðað hugarfar.
  • Brennandi áhugi á að gera gögn áhugaverð, skýr og læsileg fyrir ólíka hópa.
  • Mjög gott vald á ensku og íslensku.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð Urriðaholti í Garðabæ.

Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar