
Sjóvá
Sjóvá leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að sér metnaðarfullt og hæft starfsfólk og skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi.
Hjá okkur starfa um 200 manns, þar af um 170 í höfuðstöðvum okkar í Kringlunni 5 en Sjóvá er með útibú víðsvegar um landið. Meðalstarfsaldur er 10 ár og margir búa að langri og víðtækri starfsreynslu meðan aðrir eru að hefja sinn starfsferil með okkur.
Fyrirtækjamenning okkar einkennist af mikilli þjónustulund, fagmennsku og samheldni, í bland við keppnisskap og vináttu. Við leggjum áherslu á góð samskipti við viðskiptavini og hvert annað og höfum vegvísana okkar Við sýnum umhyggju, við byggjum á þekkingu, við erum kvik og við einföldum hlutina sem okkar leiðarljós í öllum samskiptum.

Sérfræðingur í persónutryggingum
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í persónutryggingum. Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf í samstilltum hópi sem leggur metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- þjónusta og fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
- endurnýjun persónutrygginga
- afgreiðsla umsókna samkvæmt nýju sjálfvirku áhættumatskerfi
- breytingar sem gera þarf á núgildandi skírteinum
- samskipti við aðrar deildir og heilbrigðisstofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- háskólanám sem nýtist í starfi
- gott vald á íslensku og ensku
- góð almenn tölvukunnátta
- sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni, metnaður og rík þjónustulund
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 5, 103 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Ísafirði
VÍS

Sölu- og þjónusturáðgjafi
VÍS

Einstaklingsráðgjafi
TM

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Gagnasérfræðingur
Tækniskólinn

Sumarstarf í launadeild
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sölu- og þjónustufulltrúi - Akureyri
Tengir hf.

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til starfa hjá Miðeind
Miðeind

Þjónusturáðgjafi trygginga á Akureyri
Arion banki

Þjónusturáðgjafi innri þjónustu
Bílaumboðið Askja