PLAY
PLAY
PLAY

Sérfræðingur í sölu um borð

Við leitum að kraftmiklum og árangursdrifnum sérfræðingi til að leiða og bæta sölu og upplifun um borð í flugvélunum okkar.

Sérfræðingur í sölu og upplifun um borð hefur umsjón með sölu á mat, drykkjarvörum og tollfrjálsum vörum í öllu áætlunarflugi PLAY ásamt því að hafa yfirumsjón með samskiptum við birgja og tryggja framúrskarandi farþegaupplifun.

Við leitum að úrræðagóðum og útsjónarsömum einstaklingi með sterka gagna- og greiningarhæfni í hliðartekjuteymið okkar.

Viðkomandi mun bera ábyrgð á að þróa og hafa umsjón yfir sölu, afþreyingu og veitingastarfsemi um borð í flugvélum PLAY.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og innleiða aðferðir til að auka sölutekjur
  • Ábyrgð á vörustýringu, verðstýringu og vöruþróun á vörum um borð í flugvélum PLAY
  • Greiningar á tekjum og vöruframboði um borð með það að markmiði að hámarka tekjur
  • Vinna náið með veitinga-, innkaupa- og markaðsteymum til að bæta vöruúrval og verðlagningu
  • Samskipti og samninga við birgja og söluaðila til að tryggja hágæðavörur á samkeppnishæfu verði
  • Styðja flugliða í sölutækni
  • Fylgjast með birgðastjórnun um borð
  • Hafa yfirumsjón með stafrænum greiðslulausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun
  • Framúrskarandi kunnátta í Excel og PowerBI
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sterk viðskipta- og samningahæfni með áherslu á tekjuöflun
  • Þekking á þróun neytendahegðunar, verðstefnu og sölu
  • Geta til að greina sölugögn og vinna úr þeim
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
  • Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti, íslenskukunnátta er kostur
  • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð
  • Þekking á flugrekstri er kostur
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar