PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
Sérfræðingur í sölu um borð
Við leitum að kraftmiklum og árangursdrifnum sérfræðingi til að leiða og bæta sölu og upplifun um borð í flugvélunum okkar.
Sérfræðingur í sölu og upplifun um borð hefur umsjón með sölu á mat, drykkjarvörum og tollfrjálsum vörum í öllu áætlunarflugi PLAY ásamt því að hafa yfirumsjón með samskiptum við birgja og tryggja framúrskarandi farþegaupplifun.
Við leitum að úrræðagóðum og útsjónarsömum einstaklingi með sterka gagna- og greiningarhæfni í hliðartekjuteymið okkar.
Viðkomandi mun bera ábyrgð á að þróa og hafa umsjón yfir sölu, afþreyingu og veitingastarfsemi um borð í flugvélum PLAY.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þróa og innleiða aðferðir til að auka sölutekjur
-
Ábyrgð á vörustýringu, verðstýringu og vöruþróun á vörum um borð í flugvélum PLAY
-
Greiningar á tekjum og vöruframboði um borð með það að markmiði að hámarka tekjur
-
Vinna náið með veitinga-, innkaupa- og markaðsteymum til að bæta vöruúrval og verðlagningu
-
Samskipti og samninga við birgja og söluaðila til að tryggja hágæðavörur á samkeppnishæfu verði
-
Styðja flugliða í sölutækni
-
Fylgjast með birgðastjórnun um borð
-
Hafa yfirumsjón með stafrænum greiðslulausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun
-
Framúrskarandi kunnátta í Excel og PowerBI
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Sterk viðskipta- og samningahæfni með áherslu á tekjuöflun
-
Þekking á þróun neytendahegðunar, verðstefnu og sölu
-
Geta til að greina sölugögn og vinna úr þeim
-
Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
-
Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti, íslenskukunnátta er kostur
-
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Hreint sakavottorð
-
Þekking á flugrekstri er kostur
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
KRINGLAN - HELGARVAKTIR
ILSE JACOBSEN Hornbæk
Miðlarar óskast um land allt!
Kassi.is - Uppboðsmiðlun
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Vörustjóri greiðslna - Viðskiptalausnir
Landsbankinn
Viðskiptastjóri
AÞ-Þrif ehf.
Sérfræðingur í greiningum og stafrænum rannsóknum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Viðskiptastjóri á sölusviði.
Hreint ehf
Afgreiðsla í verslun - Hlutastarf
Vistvera
Gagnasérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Sölufulltrúar í Sportvörur
RJR ehf
SUMARSTARF Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI – GAKKTU TIL LIÐS VIÐ SSP!
SSP Iceland
Sumarstörf í Sindra
SINDRI