Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Fulltrúi í þjónustudeild útflutnings
Eimskip leitar af öflugum fulltrúa í framtíðarstarf í þjónustudeild útflutnings.
Starfið er fjölbreytt og felst í þjónustu og bókunum við útflutning og stórflutninga. Viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur og geta unnið að mörgum verkefnum í einu.
Um er að ræða skemmtilegt starf með spennandi tækifærum í alþjóðlegu umhverfi.
Í anda mannauðsstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini í útflutningi
- Samskipti við erlendar skrifstofur
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og/eða reynsla af verkefnum tengdum flutningum og sjávarútvegi er kostur
- Talnagleggni og nákvæm vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
- Nútímaleg vinnuaðstaða
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Orkusalan
Þjónustustjóri
Hreint ehf
Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu
Háskólinn á Akureyri
Þjónustuver - þjónustufulltrúi
Öryggismiðstöðin
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
Úrræðagóður starfskraftur í þjónustuver
Halló
Ferðasérfræðingur - hópadeild
Icelandia
Starfsmaður í lífeyrisdeild
Stapi lífeyrissjóður
Sala & Vöruþróun - Hópar
Luxury Adventures
Þjónustufulltrúi hjá 66°Norður
66°North
Bókunardeild og sala 100%
Radisson Blu 1919 Hotel
Vefstjóri á samskiptadeild
Vegagerðin