Eimskip
Eimskip
Eimskip

Sérfræðingur í áhafnastýringu

Eimskip óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í áhafnastýringu í skiparekstrardeild félagsins í Reykjavík.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi hjá framsæknu og traustu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með verkefnum sem tengjast áhafnastýringu Eimskips á gámaskipum félagsins sem sigla til og frá Íslandi
  • Skipulagning áhafna á hverjum tíma
  • Tengiliður við áhafnarmeðlimi
  • Utanumhald skírteina og réttinda
  • Umsjón og undirbúningur nýráðninga
  • Önnur tilfallandi verkefni í skiparekstrardeild
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð tölvukunnátta og eiginleiki til að læra á ný kerfi
  • Reynsla af mannauðsmálum og verkefnastjórnun er kostur
Fríðindi í starfi
  • Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
  • Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
  • Nútímaleg vinnuaðstaða
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt2. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar