Eimskip
Eimskip
Eimskip

Rafvirki/rafvélavirki - Rafmagnsverkstæði

Eimskip leitar að rafvirkja eða rafvélavirkja til framtíðarstarfa á rafmagnsverkstæði félagsins í Sundahöfn.

Um er að ræða fullt starf á tvískiptum vöktum, þar sem unnið er alla virka daga. Aðra vikuna er unnið frá kl. 07:00 - 16:00 og hina vikuna frá kl. 16:00 - 01:00.

Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður.

Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn raflagnavinna, viðhald og nýlagnir
  • Viðhald tækja og búnaðar
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafvélavirkjun
  • Reynsla af viðgerðum á lyfturum og frystikerfum er kostur
  • Reynsla af stýrisbúnaði og raflögnum er kostur
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð þjónustulund og jákvæðni
Fríðindi í starfi
  • Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
  • Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar