Ferðasérfræðingur - hópadeild
Icelandia leitar að sjálfstæðum og kraftmiklum einstaklingi til að sinna sölu, skipulagningu ferða ásamt fleiri verkefnum á lifandi vinnustað. Starfið reynir á sjálfstæði í vinnubrögðum og mikla þekkingu á áfangastaðnum Íslandi.
Við leitum að söludrifnum og skipulögðum einstaklingi með mikla samskiptahæfileika í starf ferðasérfræðings í hópadeild. Ferðasérfræðingur ber ábyrgð á tilboðsgerð og bókunum fyrir viðskiptavini og svarar hvers konar fyrirspurnum sem koma í söludeildina.
Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst og verður hann hluti af frábæru söluteymi ferðaskrifstofu Icelandia.
Starfssvið:
-
Sala og þjónusta með áherslu á hópa- og sérferðir
-
Undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla ferða
-
Önnur tilfallandi sölutengd verkefni
- Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg
-
Víðtæk þekking á staðháttum á Íslandi ásamt framboði á þjónustu og afþreyingu
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
-
Mjög góð skipulags- og samstarfshæfni
- Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi
-
Frábæra vinnuaðstöðu og sveigjanleika
-
Líkamsræktarstyrk og sálfræðistyrk
-
Möguleika á þróun í starfi