Þjónustufulltrúi hjá 66°Norður
Við leitum að jákvæðum kraftmiklum þjónustufulltrúa í þjónustuver 66°Norður, einhverjum með einstaka skipulagshæfni og drifkraft og brennur fyrir að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.
Starfið felur í sér að vera fulltrúi framúrskarandi þjónustu hjá 66°Norður. Verkefnin fela í sér að senda, taka á móti og fylgja eftir pöntunum vefverslunar og annarra deilda ásamt því að þjónusta viðskiptavini í gegnum síma, samfélagsmiðla og tölvupóst. Upplýsingagjöf ytri og innri viðskiptavina, samskipti við lager á Íslandi og Lettlandi og samskipti við póstfyrirtæki varðandi sendingar og tollamál, ásamt móttöku viðgerða og þjónustu við fyrirtæki í viðskiptum við 66°Norður. Viðkomandi mun taka þátt í að móta bestun ferla og sjá til þess að þjónustan sem veitt er uppfylli þjónustustefnu 66°Norður. Í þessu hlutverki mun starfsmaður koma að þjónustumálum á þverfaglegu sviði og kynnast starfsemi allra deilda fyrirtækisins.
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
· Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
· Frumkvæði og skipulagshæfni
· Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
· Nákvæmni í vinnubrögðum
· Góð almenn tölvuþekking
· Reynsla af Microsoft Dynamics AX kostur
· Reynsla af þjónustustörfum er kostur
· Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri