Akureyri - Jólastörf á Pósthúsi
Pósturinn leitar að starfsfólki í hin ýmsu afleysingarstörf í jólavertíðinni á Akureyri. Um er að ræða störf gjaldkera, póstvinnslu og kvöldbílstjóra.
Starfstímabilið er frá miðjum nóvember og fram að jólum.
Gjaldkeri
Starfið felur m.a. í sér þjónustu við viðskiptavini, almenna afgreiðslu, frágang á pósti og önnur tilfallandi verkefni. Vinnutíminn er frá klukkan 08:45 til 17:06 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 9 – 16 á föstudögum.
Póstvinnsla
Í starfinu felst flokkun á pósti fyrir útburð og önnur tilfallandi verkefni. Vinnutíminn er frá klukkan 7-11 eða 14-18 alla virka daga.
Kvöldbílstjóri
Starfið felur í sér að koma sendingum til skila til viðskiptavina og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Vinnutíminn er frá klukkan 16 - 22 alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2023.
Nánari upplýsingar um störfin veita Lilja Gísladóttir, rekstrarstjóri, liljag@postur.is.
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.