Sölu- og þjónusturáðgjafi
Komdu í stuðið til okkar!
Orkusalan leitar að orkumiklum sölu- og þjónusturáðgjafa í tímabundið starf til eins árs. Sölu- og þjónusturáðgjafi sinnir alhliða þjónustu við viðskiptavini Orkusölunnar, bæði í þjónustuveri og á þjónustuborði, ásamt kynningar- og sölustörfum.
Viðkomandi er rafmagnaður stuðbolti sem nýtur sín best í samskiptum við aðra, hefur ríka þjónustulund og sterka söluvitund og er ávallt með jákvæða upplifun viðskiptavina í huga.
Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land.
Meginmarkmið starfsins er að byggja upp framúrskarandi þjónustu við raforkukaupendur um allt land og tryggja að þjónustustefnu Orkusölunnar sé fylgt í samræmi við þjónustumarkmið Orkusölunnar.
· Ábyrgð á símsvörun og þjónustu í þjónustuveri auk rafrænna samskipta við viðskiptavini.
· Alhliða þjónusta við viðskiptavini Orkusölunnar vegna raforkuviðskipta.
· Móttaka gesta og almenn umsjón skrifstofu.
· Sala á rafmagni til fyrrverandi, núverandi og nýrra viðskiptavina.
· Þátttaka í áframhaldandi þróun á þjónustuframboði Orkusölunnar.
· Önnur tilfallandi störf innan eðlilegs starfssviðs.
· Reynsla af sambærilegum störfum og menntun sem nýtist í starfi.
· Góðir söluhæfileikar og rík þjónustulund.
· Stundvísi, jákvæðni og hæfni í samskiptum.
· Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
· Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð.
· Góð kunnátta á tölvur og helstu forrit sem nýtast í starfi.
· Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.