Síminn
Síminn
Síminn

Þjónustufulltrúar hjá Símanum

Um er að ræða spennandi starf sem felur í sér þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Þjónustufulltrúar Símans eru úrræðagóðir, veita framúrskarandi þjónustu og leitast við að koma til móts við þarfir og væntingar viðskiptavina.
Við leitum að einstaklingum með framúrskarandi þjónustuhugsun og frábæra samskiptahæfni til að þjónusta nýja og núverandi viðskiptavini Símans, og leggja sig fram við að uppfylla þarfir og væntingar þeirra.

Um 100% framtíðarstarf í vaktavinnu er að ræða og er opnunartími þjónustuvers frá 9-20 alla virka daga og 11-19 um helgar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
  • Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
  • Tækniáhugi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðhorf til vinnu og geta til að stuðla að góðum liðsanda
  • Áhugi á að læra nýja hluti
  • Stundvísi
Fríðindi í starfi
  • Afslættir af vörum og þjónustu Símans
  • Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
  • Aðgengi að velferðarþjónstu Heilsuverndar
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur
  • Námsstyrkir
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
  • Gleraugnastyrkur
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar