Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Simans eru einfaldleiki og framsækni.
Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Um er að ræða spennandi starf sem felur í sér þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Þjónustufulltrúar Símans eru úrræðagóðir, veita framúrskarandi þjónustu og leitast við að koma til móts við þarfir og væntingar viðskiptavina.
Við leitum að einstaklingum með framúrskarandi þjónustuhugsun og frábæra samskiptahæfni til að þjónusta nýja og núverandi viðskiptavini Símans, og leggja sig fram við að uppfylla þarfir og væntingar þeirra.
Um 100% framtíðarstarf í vaktavinnu er að ræða og er opnunartími þjónustuvers frá 9-20 alla virka daga og 11-19 um helgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
- Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
- Tækniáhugi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf til vinnu og geta til að stuðla að góðum liðsanda
- Áhugi á að læra nýja hluti
- Stundvísi
Fríðindi í starfi
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Aðgengi að velferðarþjónstu Heilsuverndar
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Námsstyrkir
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Gleraugnastyrkur
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFljót/ur að læraSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Orkusalan
Þjónustustjóri
Hreint ehf
Þjónustuver - þjónustufulltrúi
Öryggismiðstöðin
Úrræðagóður starfskraftur í þjónustuver
Halló
Ferðasérfræðingur - hópadeild
Icelandia
Starfsmaður í lífeyrisdeild
Stapi lífeyrissjóður
Sala & Vöruþróun - Hópar
Luxury Adventures
Þjónustufulltrúi hjá 66°Norður
66°North
Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.
Þjónustufulltrúi á þjónustusviði BL Sævarhöfða
BL ehf.
Skjala- og þjónustufulltrúi
Fjarðabyggð
Fulltrúi í þjónustudeild útflutnings
Eimskip