
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Fjársýslusvið: Verkefnastjóri
Fjársýslusvið Akureyrarbæjar leitar að talnaglöggum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í hagþjónustu og áætlanagerð. Um ótímabundið starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum, hafa áhuga og metnað til þess að takast á við fjölbreytt rekstrartengd verkefni ásamt færni í framsetningu gagna.
Á Fjársýslusviði Akureyrarbæjar starfa um 15 starfsmenn við bókhald, innheimtu, uppgjör, áætlanagerð, rekstrareftirlit og fjölbreytt greiningar-og rekstrartengd verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana.
- Gerð greininga og skýrslna um rekstur stofnana.
- Upplýsingagjöf og rekstrarleg ráðgjöf til stjórnenda.
- Tölfræðivinnsla og framsetning gagna í mælaborði Power BI.
- Þátttaka í gerð og eftirfylgni starfs- og fjárhagsáætlunar.
- Þátttaka í vinnu við innleiðingu nýrra verkferla, verklags og kerfa sem og þróun þeirra.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan starfssviðs viðkomandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun (BSc/BA eða sambærilegt) sem nýtist í starfi s.s. á sviði fjármála, viðskipta, hagfræði eða verkfræði.
- Framhaldsmenntun er kostur.
- Framúrskarandi færni á Excel og mjög góð almenn tölvukunnátta.
- Færni í framsetningu gagna og annara upplýsinga í skýrsluformi.
- Reynsla og þekking á hreinsun og úrvinnslu ganga og tengingu gagnasetta er kostur.
- Þekking á gagnagreiningatólum, t.d. PowerBI er kostur.
- Geta og færni til að öðlast nýja þekkingu og tileinka sér notkun nýrra forrita og vinnubragða.
- Góð greiningarhæfni og talnalæsi.
- Geta til að vinna sjálfstætt og markvisst að eigin verkefnum.
- Þekking á rekstri og reikningshaldi bæði á opinberum og almennum markaði er kostur.
- Framúrskarandi samskiptafærni.
- Færni til leiðsagnar og kennslu.
- Metnaður til að ná árangri í starfi og innleiða nýjungar.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
GagnagreiningMannleg samskiptiMetnaðurMicrosoft ExcelPower BI
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar: Umsjónarmaður véla og tækja
Akureyri

Umhverfismiðstöð Akureyrar: Verkstjóri umferðar- og gatnalýsingar
Akureyri

Forstöðumaður Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur
Akureyri

Þjónustu- og menningarsvið: Húsumsjónarmaður
Akureyri

Sumarstörf Velferðarsvið: Karlar í velferðarþjónustu
Akureyri
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður Vinnuskóla og ungmennavirkni - Mennta- og lýðheilsusvið
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri óskast í fjölbreytt verkefni hjá Íslensku Sjávarfangi
Íslenskt sjávarfang ehf

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Verkefnastjóri stórra styrkja
UNICEF á Íslandi

Byggingafræðingur / byggingatæknifræðingur
THG Arkitektar

Verkstjóri hjá Bygging og Viðhald
Bygging og Viðhald ehf

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Verkefnastjóri LIFE-Icewater hjá Veitum
Veitur

Verkefnastjóri
Linde Gas

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga
Siðmennt

Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmda
Garðabær

Vélaverkfræðingur
Orkubú Vestfjarða