
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Þjónustu- og menningarsvið: Húsumsjónarmaður
Þjónustu- og menningarsvið óskar eftir því að ráða húsumsjónarmann til þess að sinna húsvörslu og umsjón með Ráðhúsi Akureyrarbæjar, skrifstofuhúsnæði í Glerárgötu 26 og Amtsbókasafninu á Akureyri.
Við leitum að öflugum liðsfélaga sem býr yfir góðri samskiptafærni, þjónustulund og getu til þess að vinna sjálfstætt að fjölbreyttum verkefnum.
Um fullt starf er að ræða sem hefur í för með sér 36 stunda vinnuviku og þónokkurn sveigjanleika.
Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst, en annars eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón og eftirlit með húsunum og tilfallandi viðhald innan- og utandyra
- Aðstoð við flutninga, samsetningu og uppsetningu húsgagna og búnaðar
- Fylgist með bruna- og öryggiskerfum, loftræstikerfum og öðrum tækjum og sér til þess að þau starfi eðlilega
- Innkaup og móttaka á rekstrarvörum og hreinlætisvörum
- Umsjón með lóðum, svo sem snjóhreinsun frá húsum, hálkuverja, tína rusl og hreinsa beð
- Tengiliður við þjónustuaðila varðandi sorplosun, snjómokstur og ræstingu
- Minniháttar tæknileg aðstoð við starfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsreynsla og þekking á viðhaldsvinnu nauðsynleg
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Samskiptafærni
- Sveigjanleiki og útsjónarsemi
- Þjónustulund
- Vilji til að tileinka sér nýjungar
- Góð almenn tölvufærni
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Bílpróf
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFljót/ur að læraHandlagniHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiNýjungagirniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (1)
