Akureyri
Akureyri
Akureyri

Þjónustu- og menningarsvið: Húsumsjónarmaður

Þjónustu- og menningarsvið óskar eftir því að ráða húsumsjónarmann til þess að sinna húsvörslu og umsjón með Ráðhúsi Akureyrarbæjar, skrifstofuhúsnæði í Glerárgötu 26 og Amtsbókasafninu á Akureyri.

Við leitum að öflugum liðsfélaga sem býr yfir góðri samskiptafærni, þjónustulund og getu til þess að vinna sjálfstætt að fjölbreyttum verkefnum.

Um fullt starf er að ræða sem hefur í för með sér 36 stunda vinnuviku og þónokkurn sveigjanleika.

Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst, en annars eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og eftirlit með húsunum og tilfallandi viðhald innan- og utandyra
  • Aðstoð við flutninga, samsetningu og uppsetningu húsgagna og búnaðar
  • Fylgist með bruna- og öryggiskerfum, loftræstikerfum og öðrum tækjum og sér til þess að þau starfi eðlilega
  • Innkaup og móttaka á rekstrarvörum og hreinlætisvörum
  • Umsjón með lóðum, svo sem snjóhreinsun frá húsum, hálkuverja, tína rusl og hreinsa beð
  • Tengiliður við þjónustuaðila varðandi sorplosun, snjómokstur og ræstingu
  • Minniháttar tæknileg aðstoð við starfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsreynsla og þekking á viðhaldsvinnu nauðsynleg
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Samskiptafærni
  • Sveigjanleiki og útsjónarsemi
  • Þjónustulund
  • Vilji til að tileinka sér nýjungar
  • Góð almenn tölvufærni
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Bílpróf
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar