Siðmennt
Siðmennt
Siðmennt

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, auglýsir eftir verkefnastjóra borgaralegra ferminga í tímabundna stöðu til ágúst 2027.

Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar í rúm 30 ár. Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar hjá íslenskum ungmennum. Fermingarfræðsla miðar að því að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga sér um utanumhald fermingarfræðslu og viðburðastjórnun funda og athafna í samstarfi við annað starfsfólk félagsins. Um er að ræða mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífssýn. Miðað er við 80% starfshlutfall. Á þeim tímabilum sem fermingarathafnir standa yfir, myndast álagspunktar, og er þá að hluta til unnið um helgar. Starfsálag getur því verið breytilegt eftir stöðu verkefna hverju sinni. Skrifstofa Siðmenntar og meginþorri athafna er í Reykjavík. Borgaralegar fermingar fara hins vegar fram um allt land, svo ferðalög gætu falist í starfinu. Sveigjanleiki er nokkur hvað varðar vinnutíma og viðveruskyldu.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar og umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan mars.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfi. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Þóra Arnardóttir, framkvæmdastjóri Siðmenntar á [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn fermingarfræðslu og fermingarathafna lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.
  • Umsjón með skráningum, upplýsingagjöf og samskiptum við foreldra.
  • Samskipti við leiðbeinendur, athafnastjóra, starfsfólk og sjálfboðaliða.
  • Þátttaka í þróun á námsefni og fyrirkomulagi borgaralegra ferminga.
  • Utanumhald og skipulag á fermingarathöfnum.
  • Ráðning leiðbeinenda fermingarfræðslu.
  • Markaðssetning fermingarfræðslu og fermingarathafna.
  • Afleysing verkefnastjóra athafna á sumrin.
  • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri og stjórn fela starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Færni í fleiri tungumálum kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Frumkvæði og metnaður; skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði, menntun/vottun kostur.
  • Reynsla af utanumhaldi og framkvæmd viðburða er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta - Canva, Google Workspace, Microsoft 365, Asana.
  • Þekking og reynsla af markaðsmálum og starfi félagasamtaka er kostur.
  • Auga fyrir smáatriðum.
  • Hæfni til að bregðast við óvæntum og/eða alvarlegum aðstæðum og taka faglegar ákvarðanir undir álagi.
  • Samsömun með húmanískum gildum og almennur áhugi er skilyrði og þekking á starfi Siðmenntar er kostur.
Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur28. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Laugavegur 178, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.ViðburðastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar