
Verkefnastjóri stórra styrkja
UNICEF leitar að hugsjónamanneskju með góða söluhæfileika í tímabundið starf frá 1. mars 2026 til 31. mars 2027.
Starfið felst í því að afla styrkja fyrir verkefni UNICEF frá fyrirtækjum og einstaklingum og halda utan um samstarfssamninga þeim tengdum. Verkefnin eru margvísleg og mikilvæg fyrir framtíð allra barna.
UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að öll börn njóti velferðar- hvar sem þau er að finna.
Við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar og gætum þess að samstarfið styðji við stefnur og gildi fyrirtækja sem vinna að því stóra verkefni með okkur að bæta heiminn fyrir öll börn.
Fyrirtæki sem taka þátt í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu UNICEF eru ekki einungis í liði með stærstu barnahjálparsamtökum heims heldur líka öllum alþjóðlegum samstarfsaðilum okkar.
Verkefnin sem þú munt taka að þér eru fjölbreytt, rétt eins og fyrirtækin sem við vinnum með. Þú þarft að geta unnið sjálfstætt sem og í teymi, vera stefnumótandi, skapandi og knýja áfram mikilvæg samstarfsverkefni sem styrkja stöðu UNICEF til að stuðla að raunverulegum, jákvæðum breytingum fyrir börn út um allan heim.
Ábyrgðarsvið:
- Fjáröflun meðal stórra styrktaraðila, samskipti og samningagerð
- Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana
- Umsjón með reikningum til fyrirtækja og eftirlit með innheimtu
- Stjórnendaupplýsingar til fjáröflunarstjóra og framkvæmdastjóra
- Ýmis átaksverkefni innan landsnefndarinnar, í samráði við fjáröflunarstjóra
Verkþættir/helstu verkefni:
- Öflun nýrra, stórra styrktaraðila (fyrirtækja og einstaklinga)
- Góð og reglubundin samskipti við stóra styrktaraðila, þ.m.t. reikningagerð og eftirlit með innheimtu, upplýsinga- og skýrslugjöf og framkvæmd samninga
- Skráning í UNISON, gagnagrunn um samstarfssamninga
- Umsjón með öðrum verkefnum samstarfs við stóra styrktaraðila, s.s. viðburðum og fræðslu
- Fjárhags- og aðgerðaáætlanir stórra styrkja, með fjáröflunarstjóra
- Reglulegir stöðufundir með fjáröflunarstjóra og framkvæmdastjóra
- Fylgjast með alþjóðlegri þróun og umræðu sem snýr að stórum styrkjum og samstarfssamningum
- Þátttaka í tilfallandi átaksverkefnum landsnefndarinnar, í samráði við fjáröflunarstjóra
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Góð þekking og skilningur á íslensku viðskiptalífi og markaðsmálum
- Samskipta – og samstarfshæfni
- Færni til að greina gögn og setja fram upplýsingar
- Einstaklega gott vald á íslensku og ensku
- Skapandi hugsun
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íþróttastyrkur
- Samskiptastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Endurgreiðsla sálfræðikostnaðar
- Sveigjanlegur vinnutími
- Stytt vinnuvika
- Heimavinna allt að tvo daga í viku
Enska
Íslenska










