

Forstöðumaður Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur
Velferðarsvið Akureyrarbæjar auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Plastiðjunnar Bjarg – Iðjulundur (PBI). Um er að ræða ótímabundið 100% dagvinnustarf.
Á velferðarsviði Akureyrarbæjar er rekin fjölbreytt velferðarþjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lögum um málefni aldraðra.
PBI er starfsþjálfunar og starfsendurhæfingar vinnustaður. Markmið staðarins er að efla þátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði, auka vinnuhæfni í starfsþjálfun og starfsendurhæfingu með því að skapa þeim atvinnutækifæri við hæfi.
Forstöðumaður PBI stýrir starfseminni, þjónustu, mannauð og fjárhag. Hann ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem undir hann heyrir, leiðir þróun og umbætur innan starfseminnar og stuðlar að framförum og árangri.
- Hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem veitt er, deilir út verkefnum til starfsmanna og dreifir vinnuálagi á milli þeirra.
- Hefur eftirlit með því að öll framkvæmd sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna og samþykkta Akureyrarbæjar.
- Metur stöðu og getu umsækjenda um vinnu og virkni í samstarfi við deildarstjóra.
- Skipuleggur þjónustu við notendur og gerir virkni- og vinnusamninga við notendur og einstaklingsáætlun í samráði við deildarstjóra og ber ábyrgð á að þeim sé fylgt eftir.
- Vinnur að þróun þjónustunnar út frá þörfum hverju sinn.
- Hefur forystu um þróunarverkefni, fræðslu og faglega umræðu.
- Annast gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við rekstrarstjóra.
- Setur fram starfsáætlun og veitir verkefnum hennar eftirfylgni.
- Sinnir reglulegu fjárhagslegu eftirliti varðandi útgjaldaliði þjónustunnar.
- Sinnir mannauðsstjórnun í samræmi við mannauðsstefnu, starfsmannaferli, verkferla og leiðbeiningar þar að lútandi.
- Heldur utan um upplýsingar og gögn sem varða starfsemina og/eða verða til í starfseminni og miðlar upplýsingum um starfsemina til yfirmanna og samstarfsaðila.
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sambærileg háskólamenntunun sem nýtist í starfi.
- Starfið krefst 3 - 5 ára reynslu af starfi í málaflokki fatlaðra.
- Þekking á lögum og reglugerðum um málaflokkinn, s.s. lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um réttindagæslu.
- Reynsla af skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni velferðarmála.
- Reynsla af teymisstjórnun er kostur.
- Þekking á árangursríkum leiðum mannauðsstjórnunar.
- Áhugi og skilningur á þróun velferðarþjónustu og þjónustubreytingum.
- Samskiptafærni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
- Færni í ritun texta og framsetningu upplýsinga.
- Góð almenn tölvufærni.
- Drifkraftur og lausnamiðuð nálgun.
- Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti ásamt enskukunnáttu.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Íslenska

















