Garðabær
Garðabær
Garðabær

Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmda

Umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til starfa á umhverfissviði Garðabæjar. Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, býr yfir sterkri samskiptahæfni og leggur sig fram við að ná árangri í samstarfi við aðra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmdarverkefnum bæjarins í samstarfi við yfirmann ásamt umsjón með götulýsingu bæjarins.
  • Eftirfylgni verkefna sem snúa að framkvæmdum á veitu og gatnakerfum, í samráði við þjónustumiðstöð bæjarins.
  • Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
  • Samskipti við hönnuði, verktaka, íbúa, stjórnendur stofnana og aðra hagsmunaraðila.
  • Eftirlit með framvindu verkefna og að þau séu unnin samkvæmt áætlun, fjárhagsramma, gæðakröfum og gildandi lög og reglur.
  • Aðkoma að gerð fjárhagsáætlana og regluleg skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila eftir þörfum.
  • Þátttaka í stefnumótun, þróun sviðsins og innleiðingu nýrra lausna.
  • Önnur tilfallandi verkefni á vegum umhverfissviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í verk- tækni-, og/eða byggingafræði.
  • Þekking og reynsla á verklegum framkvæmdum er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á verkefnastjórnun og samskiptum við hagaðila æskileg.
  • Reynsla af sambærileg starfi er kostur.
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, hæfni til ákvarðanatöku og góð forgangsröðun.
  • Hæfni til að vinna undir álagi og halda mörgum verkefnum í gangi samtímis.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli á stigi C-1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli B-2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Gild ökuréttindi.
Hlunnindi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar