

Verkefnastjóri LIFE-Icewater hjá Veitum
Viltu leiða fyrir hönd Veitna eitt stærsta evrópustyrksverkefni sem Ísland hefur fengið úthlutað?
LIFE-Icewater verkefnið er eitt stærsta styrkverkefni sem Ísland hefur fengið úthlutað og Veitur gegna mikilvægi hlutverki í árangri þess. Verkefnið hefur það að markmiði að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunnar á Íslandi og byggir á nánu samstarfi fjölmargra opinberra stofnana, sveitarfélaga, nýsköpunarfyrirtækja og þjónustuaðila.
Veitur mun m.a. innleiða hreinsun á ofanvatni í Kvosinni og bæta þannig vatnsgæði í Reykjavíkurtjörn. Verkefnið er samstarfsverkefni Veitna, Reykjavíkuborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og fjölda annarra samstarfsaðila. Verkefnið felur í sér nýsköpun, innleiðingu á nýjum lausnum, samráð og miðlun.
Veitur leitar að drífandi og skipulagðri manneskju til að leiða greiningu, hönnun og framkvæmd og verður hluti af teymi innan fjárfestingardeildar Vatnsmiðla, sem hefur það hlutverk að tryggja skilvirka verkefnastýringu í samræmi við stefnu Veitna.
- Stýra fjárfestingarverkefnum í samræmi við verksamninga, tíma- og kostnaðaráætlanir
- Hafa umsjón með hönnunargögnum, útboðum og verklýsingum
- Tryggja leyfi, verksamninga og aðföng til verkefna
- Skila verkefnum á faglegan hátt og tryggja góð samskipti við hagaðila á öllum stigum
- Þekking og árangursrík reynsla í verkefnastýringu í framkvæmdarverkefnum er skilyrði
- Þekking og reynsla af blágrænum ofanvatnslausnum er kostur
- Frumkvæði, framúrskarandi samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
- Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
- Drifkraftur og metnaður til að ná árangri
- Áhugi á uppbyggingu innviða, umhverfismálum og umbótum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Íslenska
Enska










