
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Umhverfismiðstöð Akureyrar: Verkstjóri umferðar- og gatnalýsingar
Umhverfismiðstöð Akureyrar óskar eftir að ráða drífandi verkstjóra umferðar- og gatnalýsingar í 100% ótímabundið starf. Umhverfismiðstöð sér um rekstur gatna og opinna svæða í bænum ásamt fjölda annarra verkefna.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og skipulagning á gatnalýsingu í bæjarlandinu.
- Viðhald og lagfæringar á ljósastaurum, luktum og þess háttar.
- Peruskipti og viðhald umferðarljósa og gangbrautarljósa.
- LED væðing, skipta út gömlum luktum út fyrir LED luktir.
- Innkaup á staurum, rörum, merkjum og öðrum aðföngum tengdu starfinu.
- Eftirlit með eignastöðu (lager) ljósastaura, lukta, umferðarmerkja, festinga, fótstykkja og öðru tilfallandi tengt starfinu.
- Viðbragðsaðili tjóna á umferðarljósum og ljósastaurum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun.
- Meistarapróf í rafvirkjun er kostur.
- Bílpróf.
- Vinnuvélaréttindi og meirapróf.
- Námskeiðið Kunnáttumenn, réttindi til að ganga um spennistöðvar í eigu NO, kostur.
- Reynsla innan starfssviðs.
- Reynsla af undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd verkefna er kostur.
- Reynsla af verkstjórn kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Samskiptafærni, jákvæðni og þjónustulund.
- Útsjónarsemi og lausnamið.
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiRafvirkjunRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveinsprófVandvirkniVinnuvélaréttindiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri hjá Bygging og Viðhald
Bygging og Viðhald ehf

Innviðir framtíðarinnar - Ofar leitar að sérfræðingum í gagnaverum
Ofar

Viltu gera gagn? Gagnasöfnun og skráning í landupplýsingakerfi
Rarik ohf.

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Rafvirki
Raflagnameistarinn ehf.

Verkstjóri - jarðvinna og veitulagnir
Stéttafélagið ehf.

Rafvirki með nýsköpunarhugarfar óskast!
Alor ehf.

Rafvirki
Eykt ehf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Patreksfjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Rafvirki í tengivirkjateymi
Landsnet hf.