
Bergið headspace
BERGIÐ Headspace er þverfaglegt ráðgjafa- og stuðningssetur fyrir ungt fólk, 12- 25 ára, þar sem unnið er út frá einstaklingsmiðaðri nálgun og áfallamiðaðri þjónustu. Þjónustan er opin öllum ungmennum sem leita ráðgafar og er markmið að bæta líðan og virkni.
Unnið er útfrá Solihull hugmyndafræði en einnig er þjónustan áfallamiðuð. Ráðgjafar fá þjálfun í vinnu út frá hugmyndafræði Bergsins.

Fagstjóri Bergsins Headspace
Bergið headspace leitar að lausnamiðuðum fagstjóra sem ber ábyrgð á faglegri framkvæmd þjónustu Bergsins headspace, þróunarverkefnum, stefnumótun o.fl.
Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningssetur fyrir ungt fólk, á aldrinum 12-25 ára, þar sem unnið er út frá einstaklingsmiðaðri nálgun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf við ungmenni sem sækja þjónustu Bergsins.
- Ráðningar starfsfólks í samvinnu við framkvæmdastjóra.
- Þjálfun og handleiðsla starfsfólks Bergsins headspace.
- Stefnumótun og þróun fagstarfs, persónuverndarmála, skjalavörslu og utanumhald samskiptaleiða.
- Kynningar á starfi Bergsins fyrir fagfólk og aðra sem þjóna hagsmunum Bergsins headspace.
- Ábyrgð með framkvæmdastjóra á samantekt upplýsinga og tölfræði um árangur starfsseminnar vegna skýrslugerðar og stöðu mála hverju sinni.
- Staðgengill framkvæmdastjóra.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf sem nýtist í starfi svo sem í félagsráðgjöf, sálfræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, náms- og starfsráðgjöf
- Reynsla á einstaklings viðtölum
- Reynsla á starfi með ungmennum
- Viðbótarmenntun og reynsla á starfi félagasamtaka er kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurgata 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðStarfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu
Háskóli Íslands

Ráðgjafi í þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur
Sveitarfélagið Árborg

Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild lyndisraskana
Landspítali

Stjórnandi verkefnaskrár og verkefnastýringar vatnsmiðla
Veitur

Leiðtogi framkvæmdaflokks Þjónustu
Veitur

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Fangavörður á Litla Hrauni og Sogni (Sumarstarf)
Fangelsismálastofnun

Heilbrigðisstarfsmaður óskast í fjölbreytt starf
Okkar heimur

Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð
Borgarbyggð

Verkefnastjóri - velsældarfræði
Háskólinn í Reykjavík

Atvinnuráðgjafi
Vinnumálastofnun

Doktorsnemi í sálfræði – langtímarannsókn
Háskólinn í Reykjavík