Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Atvinnuráðgjafi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á þjónustuskrifstofu sína á Suðurnesjum til að aðstoða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Um tímabundið starf til tólf mánaða er að ræða frá 1. ágúst 2025-31. júlí 2026.

Leitað er eftir einstaklingum sem eiga auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar, sem er: Fyrirmyndarþjónusta, virðing og áreiðanleiki. Næsti yfirmaður verður forstöðumaður á þjónustuskrifstofunni á Suðurnesjum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Unnið samkvæmt hugmyndafræði AMS (atvinna með stuðningi).
  • Vinnumiðlun og ráðgjöf með áherslu á atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.
  • Mat á starfsgetu og þjónustuþörf atvinnuleitenda.
  • Stuðningur, þjálfun og eftirfylgd á vinnustöðum.
  • Styðja við atvinnuleitendur og fyrirtæki eftir að ráðningarsamband er komið á.
  • Kynning og upplýsingamiðlum.
  • Koma á og viðhalda tengslum við atvinnurekendur og samstarfs- og hagsmunaaðila.
  • Símavaktir og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BA/BS eða sambærileg háskólagráða sem nýtist í starfi, s.s. á sviði. þroskaþjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar eða önnur menntun á félags- og heilbrigðissviði.
  • Reynsla af vinnu með fólki með skerta starfsgetu er æskileg.
  • Samskipta- og skipulagshæfni.
  • Áreiðni og sveigjanleiki .
  • Góð íslensku og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Bílpróf er skilyrði.
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænásbraut 619, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar