Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð

Borgarbyggðar óskar eftir félagsráðgjafa í fullt starf á fjölskyldusviði

Félagsráðgjafi starfar í félagsþjónustu á fjölskyldusviði Borgarbyggðar. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsráðgjafi ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf, og veita ráðgjöf og meðferð til einstaklinga og fjölskyldna. Einnig er aðkoma að stefnumótun innan málaflokksins og þverfagleg teymisvinna innan sviðsins og með öðrum þjónustustofnunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagsráðgjafi er hluti af sérfræðiteymi félagsþjónustu.
  • Ráðgjöf og vinnsla umsókna og mála, þ.m.t. félagsleg ráðgjöf og umsóknir um fjárhagsaðstoð.
  • Þekking á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna og hlutverki tengiliðar hjá félagsþjónustu.
  • Þverfagleg teymisvinna með þjónustustofnunum vegna málefna einstaklinga og fjölskyldna.
  • Framfylgir reglum og stefnu sveitarfélagsins sem og gildandi lögum í þeim málum sem unnið er að.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um að starfsmaður hafi framhaldsháskólapróf á sviði félagsráðgjafar, eða aðra sambærilega menntun s.s. þroskaþjálfa-, iðjuþjálfa-, eða sálfræðimenntun. 
  • Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu og meðferð fjölskyldumála æskileg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
  • Félagsráðgjafi á rétt á handleiðslu í allt að 10 skipti á ári.
  • Sveigjanlegur vinnutími.
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar