
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð
Borgarbyggðar óskar eftir félagsráðgjafa í fullt starf á fjölskyldusviði
Félagsráðgjafi starfar í félagsþjónustu á fjölskyldusviði Borgarbyggðar. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsráðgjafi ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf, og veita ráðgjöf og meðferð til einstaklinga og fjölskyldna. Einnig er aðkoma að stefnumótun innan málaflokksins og þverfagleg teymisvinna innan sviðsins og með öðrum þjónustustofnunum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Félagsráðgjafi er hluti af sérfræðiteymi félagsþjónustu.
- Ráðgjöf og vinnsla umsókna og mála, þ.m.t. félagsleg ráðgjöf og umsóknir um fjárhagsaðstoð.
- Þekking á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna og hlutverki tengiliðar hjá félagsþjónustu.
- Þverfagleg teymisvinna með þjónustustofnunum vegna málefna einstaklinga og fjölskyldna.
- Framfylgir reglum og stefnu sveitarfélagsins sem og gildandi lögum í þeim málum sem unnið er að.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð er krafa um að starfsmaður hafi framhaldsháskólapróf á sviði félagsráðgjafar.
- Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu og meðferð fjölskyldumála æskileg.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
- Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
- Félagsráðgjafi á rétt á handleiðslu í allt að 10 skipti á ári.
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Heilsustyrkur til starfsmanna.
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMetnaðurOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (11)

Garðabær auglýsir eftir ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks
Garðabær

Félagsráðgjafi óskast til starfa í tímabundna ráðningu
Skrifstofa ráðgjafar

Sérfræðingur í fósturteymi
Barna- og fjölskyldustofa

Kjarkur endurhæfing óskar eftir félagsráðgjafa
Kjarkur endurhæfing

Félagsráðgjafi óskast í deild barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi á Suðurlandi
Vinnumálastofnun

Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?
Fjölskylduheimili Digranesvegi

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Litla KMS óskar eftir félagsráðgjafa
Litla Kvíðameðferðarstöðin