Dalskóli
Dalskóli
Dalskóli

Deildarstjóri grunnskólahluta

Dalskóli er samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimili í fallegri byggingu í Úlfarsárdal.

Spennandi starf í nýlegum skóla þar sem lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf.

Í Dalskóla eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri.

Skólinn er staðsettur í Úlfarsárdal og hóf starfsemi haustið 2010.

Í Dalskóla er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og er

Dalskóli þróunarskóli í leiðsagnarnámi.

Krafa er gerð um kennsluréttindi, góða íslenskukunnáttu, mjög góða samskiptafærni og hæfni í teymisvinnu.

Staðan eru laus frá 1. ágúst 2024.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er ábyrgur fyrir skipulagningu sérkennslu og stoðþjónustu skólans í 5.-10. bekk.
  • Annast deildarstjórn á miðstigi skólans.
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
  • Situr og stýrir nemendaverndarráðsfundum og lausnarteymisfundum.
  • Starfar í stjórnendateymi skólans.
  • Er ásamt öðrum deildarstjóra, næsti yfirmaður sérkennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Framhaldsmenntun og reynsla á sviði sérkennslu.
  • Stjórnunarreynsla æskileg.
  • Leiðtogafærni og hæfni til að leiða framsækið skólastarf.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Úlfarsbraut 118-120 118R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar