

Corporate Finance Coordinator | Embla Medical
Taktu þátt í spennandi verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.
Embla Medical (Össur) leitar að Corporate Finance Coordinator til að ganga til liðs við teymið. Um ræðir stuðning við fjármálastjóra (CFO) auk þess sem starfið felur í sér almenn skrifstofustörf og skjalaumsjón hjá lögfræðisviði samstæðunnar auk ýmissa tilfallandi verkefna innan fjármálasviðs.
-
Utanumhald og skipulagning dagatals fjármálastjóra og umsjón yfir ferðalögum
-
Skipulagning og uppgjör funda, almennur undirbúningur kynninga, móttaka og frágangur gagna og samskipti við utanaðkomandi aðila
-
Undirbúningur, frágangur og umsýsla lögfræðilegra skjala, samninga og eftirfylgni með undirritunum fyrir félög innan samstæðunnar
-
Samskipti og önnur erindi gagnvart opinberum aðilum
-
Aðstoð við gagnaöflun og stuðningur við verkefni lögfræðideildar eftir þörfum
-
Ýmis tilfallandi verkefni innan fjármálasviðs
-
Önnur almenn skrifstofustörf
-
Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, lögfræði, samskipta eða skyldra greina
-
Að lágmarki 3 ára reynsla sem aðstoðarmaður stjórnenda eða önnur sambærileg reynsla
-
Framúrskarandi skipulags- og tímastjórnunarhæfni
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
-
Góð færni í notkun Microsoft Office (Word, Excel, PowerPoint, Outlook, SharePoint)
-
Geta til að vinna sjálfstætt jafnt sem í teymi
-
Heiðarleiki og fagmennska
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki
Enska
Íslenska















