
Vesturbyggð
Vesturbyggð er á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og auk þess sveitir þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa. Í Vesturbyggð er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fl. Náttúrufegurð er mikilfengleg, en m.a. Rauðisandur og Látrabjarg er innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar. Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum!

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Vesturbyggð leitar að öflugum og framsýnum leiðtoga í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi sveitarfélagi þar sem áhersla er lögð á faglega stjórnsýslu, ábyrga fjármálastjórn og góða þjónustu við íbúa.
Sviðsstjóri er hluti af framkvæmdastjórn Vesturbyggðar og starfar í nánu samstarfi við bæjarstjóra, kjörna fulltrúa og aðra sviðsstjóra. Sviðsstjóri er staðgengill bæjarstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með stjórnsýslu- og fjármálasviði Vesturbyggðar
- Fjármálastjórn sveitarfélagsins, þ.m.t. gerð fjárhagsáætlana, ársreikninga og eftirfylgni
- Undirbúningur mála fyrir bæjarstjórn og bæjarráð ásamt því að rita fundargerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs
- Stoðþjónusta við önnur fagsvið og stofnanir, og tryggja vandaða stjórnsýslu í samræmi við lög og reglur
- Stefnumótun, þróun verklags og umbótaverkefni
- Samskipti við stofnanir, eftirlitsaðila og hagsmunaaðila
- Staðgengill bæjarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði stjórnsýslu, lögfræði, viðskipta, fjármála eða sambærilegra greina
- Farsæl reynsla af stjórnun og/eða fjármálastjórn, stjórnunarreynsla innan opinberrar stjórnsýslu er kostur
- Góð þekking á rekstri og fjármálum sveitarfélaga er kostur
- Þekking á stjórnsýslulögum og opinberum rekstri er æskileg
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Sterk samskipta- og leiðtogahæfni
- Góð íslensku- og tölvukunnátta
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Corporate Finance Coordinator | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sérfræðingur í skipulagsmálum
Skipulagsstofnun

Deildarstjóri á fjármála- og greiningarsviði
Fjarðabyggð

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf.
Enor ehf

Lögfræðingur á sviði virðisaukaskatts
Deloitte Legal

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Svæðisstjóri Norðurlands
Hreint ehf

Fjármálastjóri
Samherji Fiskeldi

Sérfræðingur í samningastjórnun (e. Contract Manager)
Nýr Landspítali ohf.

Junior Professional Programme EFTA Secretariat 2026-2027
EFTA Secretariat

Sérfræðistarf á þjónustusviði, Akureyri
Skatturinn