Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Vesturbyggð leitar að öflugum og framsýnum leiðtoga í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi sveitarfélagi þar sem áhersla er lögð á faglega stjórnsýslu, ábyrga fjármálastjórn og góða þjónustu við íbúa.

Sviðsstjóri er hluti af framkvæmdastjórn Vesturbyggðar og starfar í nánu samstarfi við bæjarstjóra, kjörna fulltrúa og aðra sviðsstjóra. Sviðsstjóri er staðgengill bæjarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með stjórnsýslu- og fjármálasviði Vesturbyggðar
  • Fjármálastjórn sveitarfélagsins, þ.m.t. gerð fjárhagsáætlana, ársreikninga og eftirfylgni
  • Undirbúningur mála fyrir bæjarstjórn og bæjarráð ásamt því að rita fundargerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs
  • Stoðþjónusta við önnur fagsvið og stofnanir, og tryggja vandaða stjórnsýslu í samræmi við lög og reglur
  • Stefnumótun, þróun verklags og umbótaverkefni
  • Samskipti við stofnanir, eftirlitsaðila og hagsmunaaðila
  • Staðgengill bæjarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði stjórnsýslu, lögfræði, viðskipta, fjármála eða sambærilegra greina
  • Farsæl reynsla af stjórnun og/eða fjármálastjórn, stjórnunarreynsla innan opinberrar stjórnsýslu er kostur
  • Góð þekking á rekstri og fjármálum sveitarfélaga er kostur
  • Þekking á stjórnsýslulögum og opinberum rekstri er æskileg
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Sterk samskipta- og leiðtogahæfni
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar